Brennandi svartir fiskar
Snjóhvítt fiskabúr
með eldrauðu vatni
brennandi svartir fiskar
svamla þar um
loftbólurnar eru úr gulli
og þeir éta bara sólber, helst
gömul og gerjuð.
Handsnúningur
af brennandi hafragrauti
hafði svo hátt
að hann vakti
krákurnar í fegurðarblundinum
...svo komu hænsnin
sem höfðu drukkið of mikið tequila
-þannig það hefði ekki skipt neinu máli.
Hamagangurinn frá klónum undan hænsnunum
klóraði í gegnum gólfið
og
við lentum í villtu gelgjupartýí
og leið illa fyrir að vera ekki í magabol.
Svo átu fiskarnir hausinn af hænsnunum
og ropuðu brennisteini,
gelgjurnar byrjuðu að öskra
á meðan fiskarnir sprikluðu prumpandi á gólfinu.  
Bergþóra Einarsdóttir
1984 - ...


Ljóð eftir Bergþóru Einarsdóttur

Duglegur valtarahéri
Ætlastu ekki til neins
Fallegur eigingjarn dauði er bestur
19.2.7 Amor en guerra
Morgunmatur
Þungir steinar
Fullt tungl
Brennandi svartir fiskar
Stafrænt gras
Ísbirnir að steikja hamborgara
Möndlubjarminn í brosinu
Án þess að slíta augntaugina
Nafnlaust
Svanur