Fullt tungl
Ég skemmti mér
skríðandi
í skugganum
til að hafa
betri yfirsýn.
Skröltormarnir
sem ég
hitti
á leiðinni
eru allir
málhaltir.
Ég áveð að vera
nakin
til að skera
mig ekki
úr
-ákveð að öskra
svo enginn
heyri
í mér.
Ég drekk drykkinn
í einum
teig
til að verða
ekki
full.
Horfi í
augun
á
öllum
sem ég mæti
svo að
enginn
elti mig.  
Bergþóra Einarsdóttir
1984 - ...


Ljóð eftir Bergþóru Einarsdóttur

Duglegur valtarahéri
Ætlastu ekki til neins
Fallegur eigingjarn dauði er bestur
19.2.7 Amor en guerra
Morgunmatur
Þungir steinar
Fullt tungl
Brennandi svartir fiskar
Stafrænt gras
Ísbirnir að steikja hamborgara
Möndlubjarminn í brosinu
Án þess að slíta augntaugina
Nafnlaust
Svanur