Fallegur eigingjarn dauði er bestur
Ég dey í höndum þínum
og óska þess að deyja tvisvar
Ég finn varir þínar titra
og finn tárin þín á augnlokum mínum
sem opnast og lokast.
Svona vildi ég einmitt deyja.
Helst vildi ég að þú deyðir líka
úr sorg
og dyttir fram
á ber brjóstin mín
sem væru ennþá heit.  
Bergþóra Einarsdóttir
1984 - ...


Ljóð eftir Bergþóru Einarsdóttur

Duglegur valtarahéri
Ætlastu ekki til neins
Fallegur eigingjarn dauði er bestur
19.2.7 Amor en guerra
Morgunmatur
Þungir steinar
Fullt tungl
Brennandi svartir fiskar
Stafrænt gras
Ísbirnir að steikja hamborgara
Möndlubjarminn í brosinu
Án þess að slíta augntaugina
Nafnlaust
Svanur