

Ég dey í höndum þínum
og óska þess að deyja tvisvar
Ég finn varir þínar titra
og finn tárin þín á augnlokum mínum
sem opnast og lokast.
Svona vildi ég einmitt deyja.
Helst vildi ég að þú deyðir líka
úr sorg
og dyttir fram
á ber brjóstin mín
sem væru ennþá heit.
og óska þess að deyja tvisvar
Ég finn varir þínar titra
og finn tárin þín á augnlokum mínum
sem opnast og lokast.
Svona vildi ég einmitt deyja.
Helst vildi ég að þú deyðir líka
úr sorg
og dyttir fram
á ber brjóstin mín
sem væru ennþá heit.