Heimsendir
Ég geng um eins og í draumi eftir götunni.
Leiði litlu systur mína niður tröppurnar.
Ljós á himni sem endar í hafinu bláa.
Þvílík fegurð.
Rauðir dropar fljúga um.
Þvílík fegurð.
Gæti staðið hér að eilífu og fylgst með.
Allt í einu heyri ég öskur.
Droparnir eru ekki dropar.
Eldglóandi hnettir lenda við fætur mínar.
Ég hleyp af stað en er ekki nógu snögg.
Allt í einu missi ég takið á henni og allt fer til fjandans.
Ég geng um í leiðslu framhjá rústum húsanna sem rétt áðan voru heimili.
Ég græt.
Allt í einu hrekk ég upp eins og upp úr martröð.
Ég ligg í rúminu mínu, það er allt dimmt. Ég er ein.
Þetta var allt saman draumur.  
Dorothea
1985 - ...


Ljóð eftir Dorotheu

Óður til hennar
Vorið
The big question
Þegar ég sá þig
Ein
Óveður
Fyrsti kossinn
Hin óendanlega vinna
Einn hring enn
Einbúi
Aðdáandi nr. 1?
Sagan af grísunum
Sársauki
Aðdáandi nr.2?
Heimsendir
Karlmenn