úps
þegar ég loksins
staulaðist út úr brennandi flakinu
hrúgunni af snúnum, beygluðum kenndum
skyrpandi, fnæsandi, sjóðbullandi af bræði
útí þig, hvert þú stýrðir okkur og hvernig
ég sem enga stjórn hafði
ekkert val nema þitt val
skildi ég
mér til mikillar furðu
að það var ekkert stýri á lífinu okkar
að hendurnar þínar voru brotnar
en neyðarlegt
fyrirgefðu
staulaðist út úr brennandi flakinu
hrúgunni af snúnum, beygluðum kenndum
skyrpandi, fnæsandi, sjóðbullandi af bræði
útí þig, hvert þú stýrðir okkur og hvernig
ég sem enga stjórn hafði
ekkert val nema þitt val
skildi ég
mér til mikillar furðu
að það var ekkert stýri á lífinu okkar
að hendurnar þínar voru brotnar
en neyðarlegt
fyrirgefðu