vökuljóð úr kjallaraglugganum
Í gær dreymdi mig svefn í vöku

Trén á leið í háttinn.
Sum lík ærslafullum börnum í flónelnáttfötum.
Rósaruninn þokkafull og fáguð í svífandi silki.
Hlynurinn, gamall og hlýlegur
í flókainniskóm, setur gómana í glas.
Öll þreytt en ánægð að loknum annasömum degi.

Í gær sá ég þau hátta
meðan litrík sæng haustsins
kúrði sig hægt og blíðlega yfir garðinn

Í gær dreymdi mig ástina

Seinna mun vetur syngja þeim
hvínandi vögguljóð stormanna
um hetjur og hugrekki.

Og um leið heyrist óma
fegurð svefns og drauma
dásemd hvíldarinnar
ótakmörkuð von ókominna morgna

Í gær átti ég frelsi
og elskaði.  
Heiða Dögg Liljudóttir
1975 - ...
Búið að liggja í reiðileysi frá því í fyrrahaust :P


Ljóð eftir Heiðu Dögg Liljudóttur

Ófullburða afurð IV-B
Skuggi læðist
Minni Tröllastelpunnar (Til afa)
Og rykið féll
Seiður frá dóttur til móður
Þakkargjörð hennar sem efaðist
Sú sem á undan fór
Texti sem veit ekki hvað hann vill vera
Lífsflötur
Kvöldar að
hlutarins eðli samkvæmt
úps
Fylgjan
Baldintátu bregður í brún....
vökuljóð úr kjallaraglugganum
Hann Enginn
Holdskefla
Einkamálaauglýsing/sniðugar tækifærisgjafir
Heill horfna garðyrkjumanninum
Án titils
Augnablik
Innviðir II
Fyrsti snjórinn
Án titils II
Vorfórn - dimmasta stund fyrir dagrenningu
Bara ég og sjórinn
Tilbrigði við ástarsorg
Hreingerningarpúkinn spáir í spilin
Misst af æfintýri á gönguför (aftur!)
Aprílnótt
Eitt af samhengjum hlutanna
Krossgötur