Ófullburða afurð IV-B
Þú mæddi bróðir
kross þinn lagðir
á herðar mér
en ekkert
við fætur mér

Þú máði skuggi
líf auðna þinna
forðum speglaðist ekki
í augum sem minntu á mosa
og gróanda fjalls æsku minnar

Þú dapra sál
ég trúði á mátt minninga
og ilms bergs minnar bernsku
sem blési burt kólgu gráma
og sveipa myndi litum

með ljóði hjarta míns

 
Heiða Dögg Liljudóttir
1975 - ...
Þetta er í stöðugri vinnslu, þetta er 3ja útgáfa. En það er ætlað týndum pilti, sem ég þekkti kannski einusinni.


Ljóð eftir Heiðu Dögg Liljudóttur

Ófullburða afurð IV-B
Skuggi læðist
Minni Tröllastelpunnar (Til afa)
Og rykið féll
Seiður frá dóttur til móður
Þakkargjörð hennar sem efaðist
Sú sem á undan fór
Texti sem veit ekki hvað hann vill vera
Lífsflötur
Kvöldar að
hlutarins eðli samkvæmt
úps
Fylgjan
Baldintátu bregður í brún....
vökuljóð úr kjallaraglugganum
Hann Enginn
Holdskefla
Einkamálaauglýsing/sniðugar tækifærisgjafir
Heill horfna garðyrkjumanninum
Án titils
Augnablik
Innviðir II
Fyrsti snjórinn
Án titils II
Vorfórn - dimmasta stund fyrir dagrenningu
Bara ég og sjórinn
Tilbrigði við ástarsorg
Hreingerningarpúkinn spáir í spilin
Misst af æfintýri á gönguför (aftur!)
Aprílnótt
Eitt af samhengjum hlutanna
Krossgötur