Lífsflötur
Glitrandi flötur lokast yfir höfði mér
og vekur spurningar um ljósbrot lífsins
sem fellur að ofan og tvístrast
yfir djúp þagnarinnar

Silfraðar perlur dansa
til móts við ljósið

Þegar ég þrýsti síðasta loftinu
úr lungunum

og læt mig svífa

niður í myrkviði eilífðarinnar  
Heiða Dögg Liljudóttir
1975 - ...


Ljóð eftir Heiðu Dögg Liljudóttur

Ófullburða afurð IV-B
Skuggi læðist
Minni Tröllastelpunnar (Til afa)
Og rykið féll
Seiður frá dóttur til móður
Þakkargjörð hennar sem efaðist
Sú sem á undan fór
Texti sem veit ekki hvað hann vill vera
Lífsflötur
Kvöldar að
hlutarins eðli samkvæmt
úps
Fylgjan
Baldintátu bregður í brún....
vökuljóð úr kjallaraglugganum
Hann Enginn
Holdskefla
Einkamálaauglýsing/sniðugar tækifærisgjafir
Heill horfna garðyrkjumanninum
Án titils
Augnablik
Innviðir II
Fyrsti snjórinn
Án titils II
Vorfórn - dimmasta stund fyrir dagrenningu
Bara ég og sjórinn
Tilbrigði við ástarsorg
Hreingerningarpúkinn spáir í spilin
Misst af æfintýri á gönguför (aftur!)
Aprílnótt
Eitt af samhengjum hlutanna
Krossgötur