Misst af æfintýri á gönguför (aftur!)
Ég sé þig í fjarskanum
umvafinn möguleika
eins og mjúkum, þykkum kasmírfrakka
með fullt af spennandi vösum,
skrýtnum hnöppum og sniðugum smellum

Þegar þú færist nær
klæjar mig í fingurna
eftir að gramsa í þessarri yfirhöfn og sjá
hvaða ókönnuðu gersemar þess sem enn er ekki orðið
og minjar þess sem þegar er
leynast þar í felum

Mig langar að leggja kinnina
við mjúkt og hlýtt efnið
og rekja slóð þína um lífið
eftir angan þeirra staða
sem hugur þinn og hjarta hafa dvalið

En þegar við mætumst
lít ég undan
vef þétt að mér rauðri flauelskápu
og geng framhjá án þess að brosa
því ég vil ekki leyfa þér
að fara gegnum vasana mína
 
Heiða Dögg Liljudóttir
1975 - ...


Ljóð eftir Heiðu Dögg Liljudóttur

Ófullburða afurð IV-B
Skuggi læðist
Minni Tröllastelpunnar (Til afa)
Og rykið féll
Seiður frá dóttur til móður
Þakkargjörð hennar sem efaðist
Sú sem á undan fór
Texti sem veit ekki hvað hann vill vera
Lífsflötur
Kvöldar að
hlutarins eðli samkvæmt
úps
Fylgjan
Baldintátu bregður í brún....
vökuljóð úr kjallaraglugganum
Hann Enginn
Holdskefla
Einkamálaauglýsing/sniðugar tækifærisgjafir
Heill horfna garðyrkjumanninum
Án titils
Augnablik
Innviðir II
Fyrsti snjórinn
Án titils II
Vorfórn - dimmasta stund fyrir dagrenningu
Bara ég og sjórinn
Tilbrigði við ástarsorg
Hreingerningarpúkinn spáir í spilin
Misst af æfintýri á gönguför (aftur!)
Aprílnótt
Eitt af samhengjum hlutanna
Krossgötur