Minni Tröllastelpunnar (Til afa)
Þegar veröldin var barn
veifuðu álfarnir í hamrinum
Klettarnir úti fyrir urðinni
voru hvalir í felum
Steinninn uppi í hlíðinni
var Willísjeppi.

Skrýtni hóllinn fyrir ofan húsið
var óheppið náttröll.
Hrafnarnir krunkuðu leyndarmál
í næmt barnseyra.
Og morguninn boðaði æfintýri
sem biðu eftir að gerast.

Rauða stúlknahjólið með skakka stýrið
var tryllitæki, tímavél
farkostur með óendanlega möguleika
Skaust léttilega austur fyrir sól
vestur fyrir mána, útfyrir endamörk alheimsins
og til baka, fyrir hádegisverð

Í morgun skein sólin í fullorðnum heimi
Samt glottu skórnir og sokkarnir ærsluðust
Rauða peysan frá ömmu var pell og purpuri
Vatnið í sundlauginni hló
Og ég brosti þegar ég veifaði til Esjunnar
Og álfarnir veifuðu til baka :)

 
Heiða Dögg Liljudóttir
1975 - ...
Til afa míns, sem gaf mér þennan æfintýraheim :)


Ljóð eftir Heiðu Dögg Liljudóttur

Ófullburða afurð IV-B
Skuggi læðist
Minni Tröllastelpunnar (Til afa)
Og rykið féll
Seiður frá dóttur til móður
Þakkargjörð hennar sem efaðist
Sú sem á undan fór
Texti sem veit ekki hvað hann vill vera
Lífsflötur
Kvöldar að
hlutarins eðli samkvæmt
úps
Fylgjan
Baldintátu bregður í brún....
vökuljóð úr kjallaraglugganum
Hann Enginn
Holdskefla
Einkamálaauglýsing/sniðugar tækifærisgjafir
Heill horfna garðyrkjumanninum
Án titils
Augnablik
Innviðir II
Fyrsti snjórinn
Án titils II
Vorfórn - dimmasta stund fyrir dagrenningu
Bara ég og sjórinn
Tilbrigði við ástarsorg
Hreingerningarpúkinn spáir í spilin
Misst af æfintýri á gönguför (aftur!)
Aprílnótt
Eitt af samhengjum hlutanna
Krossgötur