Hreingerningarpúkinn spáir í spilin
Ég gerði hreint í dag
rótaði í stöðnum skúffum
þyrlaði upp ryki í dyrum og dyngjum

Ég flokkaði allskonar smáhluti:

óteljandi tvinnakefli
gleymt skart
penna
smáaura
gömul bréf (nokkur tár þar)
myndir (sumar af fólki sem ég er löngu búin að gleyma)
dularfulla lykla (sem enginn veit að hverju ganga)

Ég fleygði út í tunnu
af köldu miskunarleysi:

vanræktum flíkum
hörnuðum naglalökkum
stökum sokkum
snyrtivörum (síðan Kurt Cobain var enn með púls)
tilgangslausum skrautmunum
gluggapósti óopnuðum frá því í fyrra

Ekki grunaði mig hvað ég átti mikið af:

skærum
hálsmenum
(nærklæðnaði sem ekki á erindi nálægt nokkrum kvenmanni)
gömlum jólakortum

Allt annað sem ekki fann sinn réttmæta stað
fyrir klukkan fimmtán núll núll
fór á haugana í fjórum stórum ruslapokum

Um klukkan sautján núll núll
fékk ég svima og ógleði
"Þrifnaðarmanía!" hugsaði ég

Svo ég settist niður með brauðsneið og kaffi
og velti fyrir mér hvað það væri nú ljúft
ef ég gæti gert það sama við:

ógagnlegar minningar
vonda drauma
brostnar vonir
neyðarlega komplexa
og fólk sem ekkert er á að græða...

Sagði pass, nóló og tuttugu spaða
hjálp, amen og jedúddamía
- fór svo og lagði mig.
 
Heiða Dögg Liljudóttir
1975 - ...


Ljóð eftir Heiðu Dögg Liljudóttur

Ófullburða afurð IV-B
Skuggi læðist
Minni Tröllastelpunnar (Til afa)
Og rykið féll
Seiður frá dóttur til móður
Þakkargjörð hennar sem efaðist
Sú sem á undan fór
Texti sem veit ekki hvað hann vill vera
Lífsflötur
Kvöldar að
hlutarins eðli samkvæmt
úps
Fylgjan
Baldintátu bregður í brún....
vökuljóð úr kjallaraglugganum
Hann Enginn
Holdskefla
Einkamálaauglýsing/sniðugar tækifærisgjafir
Heill horfna garðyrkjumanninum
Án titils
Augnablik
Innviðir II
Fyrsti snjórinn
Án titils II
Vorfórn - dimmasta stund fyrir dagrenningu
Bara ég og sjórinn
Tilbrigði við ástarsorg
Hreingerningarpúkinn spáir í spilin
Misst af æfintýri á gönguför (aftur!)
Aprílnótt
Eitt af samhengjum hlutanna
Krossgötur