Hjá þér ríkur ég er
Um haustið einn í húminu kvað
og hugljómun skáldið þar fær
svo ljúft er til þín að þeysa í hlað
þú sem að ert mér svo kær.

Hann vakir um nótt og vonar það
að verndi þig guð okkur nær
þá ljúft er til þín að þeysa í hlað
þú ert eins og dagurinn skær.

Þegar veturinn ríkir þá vitum við það
að veðurofsinn léttir ei spor
þá ljúft er til þín að þeysa í hlað
og þiggja birtu og vor.

Að gefa er þér greypt í hjartastað
þó grátt sé veður og úfinn sær
þá ljúft er til þín að þeysa í hlað
þú ert eins og jörðin sem grær.

Þegar sumarnóttin frá mér fer
fögur hugsun að mér slær
þú ert eins og himininn heiður og tær
hjá þér ríkur ég er.  
Haraldur Haraldsson
1954 - ...
Ort til Ástu frænku minnar á afmælisdegi hennar 24/8 2006


Ljóð eftir Harald

Úr myrku djúpi
Ævintýri.
Jólavísur
Kveðja heim
Dagur í lífinu.
Óður til æskustöðva
Verslunarmannahelgin.
Lífið
Kjartan bóndi
Tryggðarbönd
Minning.
Til mömmu
Jólavísa
Hjá þér ríkur ég er
Tréð mitt í garðinum
Hugleiðing sjóarans
Betra Líf
Nýtt líf
Landið mitt
Trúarljóð
Landið mitt fagra
Ríkisstjórn (Til minningar)
Haust
Jólavísa 2010
Lækurinn
Vagga Lífsins
Sorg.
Haust.'22
Öspin.
8 júlí 2024