Aftur fyrir endann á nóttunni
Klukkan dó, nú er tíminn minn.
Ég elska rétt í fyrsta sinn.
Lífið er ljós og ég er skáldið
Nú ókyrrist ég og óttast dáldið
því þögla skáldið er hætt að þegja
hérna rétt aftan við endann.
Þetta er svo einfalt og innilega gott
Pipar er pipar og salt er salt.
Við eigum okkur, og það er allt.
Í myrkri nótt, Reykjavíkurnótt,
með bjór sit ég aleinn við borðið.
Þú sérð mig og ég sé mig
eða skuggann af því sem ég get vel orðið.
Ég hleyp út í nóttina, beinlaust myrkrið.
Sárfættur hlaupari í einum skó.
Áfram. Hættu. Haltu áfram.
Ég dett í götuna og grátandi hlæ.
Slefandi bjáni kjökrandi deyr.
Blábyrjun, blábyrjun
eða aftur fyrir endann á nóttunni.
Ég rumska í ræsinu minnugur dauðans.
Máttvana og morgunsár.
Sólstafur læðist af gömlum vana
hvíslar í stríðni: “hugsa um hana?”
Ég játast sjálfum mér.
Hræddur við töfra annars sama um allt.
Ég treð mér krepptur upp út um gatið.
Brosmilt barn ofan við hlera.
Ég lifi! Ég lifi! Ég lifi af ást.
Blábyrjun, blábyrjun
eða afturfyrir endann á nóttunni.
Ég gleðst, ég hugsa
þú ert hér, þú ert hér
sem betur fer.
Þakka þér fyrir allt sem er.
Í fæðingu dagsins og bláendann á nóttunni.
Ert þú hér, hjá mér.
Ég strýk yfir koddann þar sem þú lást,
sofandi, brosandi full af ást,
sem þú dreifir í svefni jafnt og í vöku
allt á sér skjól í augum þínum.
Dauður hvalur
á Sólheimasandi
og lifandi maður
á Ísalandi
Blábyrjun, blábyrjun
eða afturfyrir endann á nóttunni.
Ég elska rétt í fyrsta sinn.
Lífið er ljós og ég er skáldið
Nú ókyrrist ég og óttast dáldið
því þögla skáldið er hætt að þegja
hérna rétt aftan við endann.
Þetta er svo einfalt og innilega gott
Pipar er pipar og salt er salt.
Við eigum okkur, og það er allt.
Í myrkri nótt, Reykjavíkurnótt,
með bjór sit ég aleinn við borðið.
Þú sérð mig og ég sé mig
eða skuggann af því sem ég get vel orðið.
Ég hleyp út í nóttina, beinlaust myrkrið.
Sárfættur hlaupari í einum skó.
Áfram. Hættu. Haltu áfram.
Ég dett í götuna og grátandi hlæ.
Slefandi bjáni kjökrandi deyr.
Blábyrjun, blábyrjun
eða aftur fyrir endann á nóttunni.
Ég rumska í ræsinu minnugur dauðans.
Máttvana og morgunsár.
Sólstafur læðist af gömlum vana
hvíslar í stríðni: “hugsa um hana?”
Ég játast sjálfum mér.
Hræddur við töfra annars sama um allt.
Ég treð mér krepptur upp út um gatið.
Brosmilt barn ofan við hlera.
Ég lifi! Ég lifi! Ég lifi af ást.
Blábyrjun, blábyrjun
eða afturfyrir endann á nóttunni.
Ég gleðst, ég hugsa
þú ert hér, þú ert hér
sem betur fer.
Þakka þér fyrir allt sem er.
Í fæðingu dagsins og bláendann á nóttunni.
Ert þú hér, hjá mér.
Ég strýk yfir koddann þar sem þú lást,
sofandi, brosandi full af ást,
sem þú dreifir í svefni jafnt og í vöku
allt á sér skjól í augum þínum.
Dauður hvalur
á Sólheimasandi
og lifandi maður
á Ísalandi
Blábyrjun, blábyrjun
eða afturfyrir endann á nóttunni.