smáljóð
Augun í honum
eru fölblá,
líktog tveir dauðir fiskar.

Þau stara andvana
yfir iðandi stórborgina,
sem hreyfist fram og aftur
í gráu miðdagsregninu.

Fólkið hunsar blauta dropana
og flýtir sér til síns heima.

Úr hæð mannsins minnir mannlífið
á erilsamt maurabú,
og hávaði þess er engu hærri
en hol vindhviða.

Maðurinn tekur síðasta sopann
af köldu kaffinu
og hoppar útí ímyndaða birtuna.


 
Óttar Martin Norðfjörð
1980 - ...


Ljóð eftir Óttar

iii.
iv.
v.
vi.
vii.
viii.
ix.
x.
xi.
xii.
xiii.
Í Reykjavík
kryddjurtir í regni
smáljóð
Gleðivísa
Í miðbænum