smáljóð
Augun í honum
eru fölblá,
líktog tveir dauðir fiskar.
Þau stara andvana
yfir iðandi stórborgina,
sem hreyfist fram og aftur
í gráu miðdagsregninu.
Fólkið hunsar blauta dropana
og flýtir sér til síns heima.
Úr hæð mannsins minnir mannlífið
á erilsamt maurabú,
og hávaði þess er engu hærri
en hol vindhviða.
Maðurinn tekur síðasta sopann
af köldu kaffinu
og hoppar útí ímyndaða birtuna.
eru fölblá,
líktog tveir dauðir fiskar.
Þau stara andvana
yfir iðandi stórborgina,
sem hreyfist fram og aftur
í gráu miðdagsregninu.
Fólkið hunsar blauta dropana
og flýtir sér til síns heima.
Úr hæð mannsins minnir mannlífið
á erilsamt maurabú,
og hávaði þess er engu hærri
en hol vindhviða.
Maðurinn tekur síðasta sopann
af köldu kaffinu
og hoppar útí ímyndaða birtuna.