Innlit
Aðkoman væri
ekki sérlega kræsileg,
enda allt í drasli.

Hryðjuverkaárás
álíka og þær
sem maður fréttir af
utan úr heimi.

Má bjóða þér
að taka til?
Ekki nenni ég því.

En sú gestrisni,
viltu kaffi?
En þurra köku
eða goslaust kók?

Sorrí, ég nenni engu,
kann ekkert.

Fel mig á bak
við myndavélina,
það er svo einfalt.

Glugga í ljóðabækur
en gleymi skólanum,
má ég skrifa bók?
Myndirðu lesa hana?

Ég myndi ekki
lesa neitt eftir þig.

Þú ert heppinn,
veist hvað þú vilt.
Má ég kaupa það?
 
K-Lo
1989 - ...


Ljóð eftir K-Lo

Til þín
dökkir veggir
Innlit
uppkast
...sama helvítis þvælan og venjulega.
nostalgía til framtíðar?
Til þín frá mér
Minning
Hugarástand
Sitt sýnist hverjum
Togstreyta
klisjukennt skáld á ljóð.is
Ég (í hnotskurn)
Stundum
Fyrir luktum dyrum
Í alla nótt
sunnudagsmorgunn