Fyrir luktum dyrum
Ég stari aftan á augnlokin
á auðn sem veldur mér hugarangri
hún dregur mig til sín og vill að ég týnist
og framtíðin hverfur aftur fyrir mig.

Ég stari aftan á augnlokin
á litadýrð sem heldur mér hugfanginni
litirnir leika sér og vilja gleypa mig
og núið hverfur í móðu fyrir framan mig.

Ég opna augun
stari á fólkið á götunni
það er allt og ekkert
en ég fylgi straumnum og sé allt í nýju ljósi.  
K-Lo
1989 - ...


Ljóð eftir K-Lo

Til þín
dökkir veggir
Innlit
uppkast
...sama helvítis þvælan og venjulega.
nostalgía til framtíðar?
Til þín frá mér
Minning
Hugarástand
Sitt sýnist hverjum
Togstreyta
klisjukennt skáld á ljóð.is
Ég (í hnotskurn)
Stundum
Fyrir luktum dyrum
Í alla nótt
sunnudagsmorgunn