sunnudagsmorgunn
að vakna eftir alltof stuttan svefn
í harkalega skærri birtu
næfurþunnra gluggatjalda
við ómeðvitaða snertingu
og kvikna öll að innan
tilbúin að leika
skreppa í sturtu og leika meira
og gleyma öllu öðru
svona rétt á meðan

kveðjast eftir letilegt kúr
og einlægt kurteisisspjall
fatta skyndilega að dagurinn
er langt kominn
og morguninn löngu liðinn

 
K-Lo
1989 - ...


Ljóð eftir K-Lo

Til þín
dökkir veggir
Innlit
uppkast
...sama helvítis þvælan og venjulega.
nostalgía til framtíðar?
Til þín frá mér
Minning
Hugarástand
Sitt sýnist hverjum
Togstreyta
klisjukennt skáld á ljóð.is
Ég (í hnotskurn)
Stundum
Fyrir luktum dyrum
Í alla nótt
sunnudagsmorgunn