nostalgía til framtíðar?
ég taldi tíu kindur
og sofnaði
iPodinn heillar mig ekki lengur
eins og allt annað sem ég á

ljósin úti tæla mig
en standast ekki væntingar

neyddu mig ekki
til samninga
ég veit ekki hvað ég vil
skildu mig bara eftir
í tóminu

er haldin valkvíða
gagnvart lífinu
og vil helst bara sofa
í sólinni  
K-Lo
1989 - ...


Ljóð eftir K-Lo

Til þín
dökkir veggir
Innlit
uppkast
...sama helvítis þvælan og venjulega.
nostalgía til framtíðar?
Til þín frá mér
Minning
Hugarástand
Sitt sýnist hverjum
Togstreyta
klisjukennt skáld á ljóð.is
Ég (í hnotskurn)
Stundum
Fyrir luktum dyrum
Í alla nótt
sunnudagsmorgunn