Stundum
Stundum, þegar þú
vilt hvorki sjá né hlusta á mig
græt ég og leita í ofboði
að fríum draumi.

Stundum, þegar þú
heldur mér svo fast að það er sárt
verð ég ringluð
af endalausum draumum.

Stundum, þegar ég
sit ein í hljóðlátu myrkrinu
og sökkvi mér niður í fortíðina
á ég mér enga drauma.

Stundum, þegar við
vitum bæði að allt er í lagi
er ég hamingjusöm
og þarf alls enga drauma.  
K-Lo
1989 - ...


Ljóð eftir K-Lo

Til þín
dökkir veggir
Innlit
uppkast
...sama helvítis þvælan og venjulega.
nostalgía til framtíðar?
Til þín frá mér
Minning
Hugarástand
Sitt sýnist hverjum
Togstreyta
klisjukennt skáld á ljóð.is
Ég (í hnotskurn)
Stundum
Fyrir luktum dyrum
Í alla nótt
sunnudagsmorgunn