Jólakveðja
Niður vanga lítið tár eitt læðist
líkt og þýður andvari eða þeyr
á stjörnunóttu fallegt barn eitt fæðist
en fátækt annað und stirndum himni deyr.

Lífið svona líður eins og gengur
og líkast til mun áfram halda um sinn
að eins manns dauði er annars brauð og fengur
og enginn hugsar neitt um haginn minn.

Í kalsaveðri allt kvarnast burt og hrynur
nú komið er að fararstund hjá mér
í jólasnjónum nötrar normansþinur
af nístingskulda kveð ég heiminn hér

og næðingurinn kveðju mína ber
- til þín.
 
Þorsteinn Óttar Bjarnason
1966 - ...


Ljóð eftir Þorstein Óttar Bjarnason

Hvað er ást?
Vargá
Þjófar á nóttu
Ástarfleyið
Kópavogslækurinn
Tóbak
Vonlaus vakt
Alltaf á ferðinni
Kaffi í höfnina
Heitur blástur
To a beautiful stranger
Rýr lamadýr
Lone star
Drykkjuvísa
Óendanlega
Drottning ljónanna
Frjáls álagning
Flæðarmál
Spaðahjörtu
Spretthlaup
Vinur
Í ræsinu við Rauðará
Einu sinni var í Ameríku
Jólakveðja
Blóðrjóður
Fiðrildi
Daufar sálir
Örendis
Nýársdagur
Bernskuminning
Rakarinn á ströndinni