pabbi
þú fórst
hún átti ekki mikið
bara frost og kulda innst inni
þú ert bara aumingi og ræfill
þú fórst fyrir það sem þú elskar
hún þurfti að borga fyrir vikið
þú fannst aðra að sinni
vilt ekki að þessu linni
því nú þú yfirgefið hefur
því þú aldrei gefur
frið og kærleik
heldur hatur og reiði
aftur
fyrir það sem þú elskar
þú hefur misst okkur flest
sem elskuðum þig mest
nú?
Var ekki ein önnur?
Fyrir langa löngu
Hún var tveggja barna móðir
Þar er mín systir
Og hennar bróðir
Hvað á hún Eva nú?
Þið eruð bæði farin
Sitthvora leið
Þú í sjálfselskulíf þitt
Og hún í annann heim
Þú hefur sært svo marga
Mig langar að garga
en það þarf tvo
Ef þú værir ekki
væri engin \"ég\"
Ég er ekki stolt
að vera hluti af þér
En hvern er ég að gabba
Ég á engann annan pabba
og sama hvað gerist
ég mun alltaf elska þig
 
Jenný Heiða
1993 - ...


Ljóð eftir Jenný Heiðu

pabbi
bíð
..
söknuður
Botn í eyjafirði
Nýja íbúðin
helvítis nóttin
pabbi pabbi.
kveðjustund
fyrsta skot
tómarúm
nóttin
ástin mín