kveðjustund
horfi í augun þín og hugsa um regndropana
sem falla í hjartanu mínu
ég reyni að brosa en hugsa bara um leiðina
sem liggur að brjósti þínu
á ný
ég þoli ekki hveðjustundir
sængin þín er hlý
mér er sagt að það opnist nýjar dyr
nú sit ég ein og hugsa um nóttina
sem er í faðmi mínum
tárin kalla fram sorgina
hvenær verð ég aftur í örmum þínum ?
 
Jenný Heiða
1993 - ...


Ljóð eftir Jenný Heiðu

pabbi
bíð
..
söknuður
Botn í eyjafirði
Nýja íbúðin
helvítis nóttin
pabbi pabbi.
kveðjustund
fyrsta skot
tómarúm
nóttin
ástin mín