Nógu sniðugt?
Rokin út í vindinn,
tilbúin að sleppa af takinu,
er ég með allt?
Er ég með hugmyndaflugið,
blað og penna?
Syngjandi allt sem heilinn býður upp á,
skrifandi allt sem mér dettur í hug,
en er það nógu sniðugt?  
Rakel Sólrós
1987 - ...


Ljóð eftir Rakel Sólrós

Höfuðverkur
Nógu sniðugt?
Sólin skín ekki alltaf
Rödd sjávarins
Ský
Fyrir utan kassann
Orð
Sérðu í gegnum mig?
Snjókorn falla (á allt og alla)
Sársaukinn