Rödd sjávarins
Ég sit á steini og horfi
á ljúfa, fallega hafið
sem hefur tekið mig að sér.

Ég hlusta á söng regndropanna,
þeir snerta húð mína
fullir leyndardómum.

Tár mín speglast
í silkimjúkum sjónum
angurværðin
örvæntingin
líður hjá er rödd sjávarins
hvíslar að mér.  
Rakel Sólrós
1987 - ...


Ljóð eftir Rakel Sólrós

Höfuðverkur
Nógu sniðugt?
Sólin skín ekki alltaf
Rödd sjávarins
Ský
Fyrir utan kassann
Orð
Sérðu í gegnum mig?
Snjókorn falla (á allt og alla)
Sársaukinn