Sérðu í gegnum mig?
Sérðu í gegnum mig?

Stundum finnst mér eins og ég eigi ekkert einkalíf, eins og ég gangi kviknakin um ganga skólans, stíga bæjarins og götur lífsins.

Saknarðu mín ekki?

Stundum finnst mér eins og öllum sé sama um mig, eins og ég sé ekkert í augum allra. Bara doppa í lífi hvers og eins.

Ertu þarna?

Stundum finnst mér eins og einhver sé þarna þegar enginn er. Eins og þegar ég faðma blákalt andrúmsloftið. Tala við vindinn. Horfi á vegginn.

Heyrirðu í mér?

Stundum finnst mér eins og enginn heyri ég mér, ekki einu sinni þegar ég kalla úr mér öll raddbönd. Ekki einu sinni þegar ég stend fyrir framan einhvern og öskra.

Ertu þreyttur á mér?

Stundum finnst mér ég þreyta manneskjur í kringum mig. Eins og ég sé pirrandi, leiðinleg og... þreytandi. Eins og ég geti ekki látið þær í friði, vilji ekki fara.

Hvað get ég gert?

Stundum finnst mér ég ekkert geta gert. Ekkert til að laga málin, ég stend bara þarna og stari á vegginn. Ég get ekki lagað það sem er búið og gert.  
Rakel Sólrós
1987 - ...


Ljóð eftir Rakel Sólrós

Höfuðverkur
Nógu sniðugt?
Sólin skín ekki alltaf
Rödd sjávarins
Ský
Fyrir utan kassann
Orð
Sérðu í gegnum mig?
Snjókorn falla (á allt og alla)
Sársaukinn