Sársaukinn
Svartar neglur hennar skárust í húðina,
Rifu allt það sem inn’í mér var,
Innyflin, hugsanir, minningar,
Enn hægar, enn hægar hún mig skar.

Sársauki er mitt líferni,
ég særi aðra og er særð.
Mínar innstu langanir frelsast,
uppþornað blóð á líkama,
er mín hinsta fullnæging.
Grátur á hverju kvöldi,
uppþornuð tár á andliti,
gefur mér gleði í æð.

Snerti kaldan líkaman,
Fyllist ánægju, gleði.
Opinn munnur á dauðri sál,
Eldspýta kviknar og það er bál.

Öskur kvenna, tálsýni, brjálæði.
Dans í kringum eld, galdrar.
Hlátrar, lík á báli.
Þau áttu sársaukann skilið.  
Rakel Sólrós
1987 - ...


Ljóð eftir Rakel Sólrós

Höfuðverkur
Nógu sniðugt?
Sólin skín ekki alltaf
Rödd sjávarins
Ský
Fyrir utan kassann
Orð
Sérðu í gegnum mig?
Snjókorn falla (á allt og alla)
Sársaukinn