Fyrir utan kassann
Hugsa fyrir utan kassann,
snýst í hringi, snýst á hvolf,
trufla heilann, blikka rangeygð,
fell á harðar flísar,
ber steypuþakta veggina,
lokuð inni.

Öskra allar hugsanir út,
hristi hausinn, hleyp á veggina,
renn niður, sé blóð út um allt,
horfi upp í loftið, klukkutímar líða.

Hrekk upp, horfi til beggja hliða,
sé rauðan penna á flísunum,
tek hann upp og krota á veggina,
heyri lykil stingast inn í skráargatið,
konur í hvítum sloppum taka mig á höndum og fótum,

Ég slæ þær í andlitið, þær slá mig.
Ég sparka í þær, þær taka upp sprautu,
stinga mig, aftur og aftur og aftur og aftur.

Aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur...  
Rakel Sólrós
1987 - ...


Ljóð eftir Rakel Sólrós

Höfuðverkur
Nógu sniðugt?
Sólin skín ekki alltaf
Rödd sjávarins
Ský
Fyrir utan kassann
Orð
Sérðu í gegnum mig?
Snjókorn falla (á allt og alla)
Sársaukinn