Ástarbrum
Nærvera þín svo hrífandi
návistin notaleg.
Fjarvera þín svo rífandi
fráhvörfin fantaleg.

Hjarta mitt er tifandi
heilinn horfinn er.
Líkami minn svo lifandi
löngun logar hér.

Tilfinningarnar fossandi
tjáningu í tungu fel.
Straumarnir svo blossandi
sálinni svimar vel.

Þráin alveg logandi
þörfin þokkaleg.
Aðdráttaraflið sogandi
alsæla afskapleg.  
Berglind Ósk Bergsdóttir
1985 - ...


Ljóð eftir Berglindi Ósk Bergsdóttur

Dauðinn
Berorðað
Kuntulaus hóra
Þunglyndi
með tímanum
Lífsspeki
Nýöld er köld
“Það varð slys..”
Ástarbrum
Okkar ást
Skaut framtíðar
Ástarsorg
ljóð.is
Leyndarmálið
Eitt andartak
Tær ást
Ríma til þín
Óöryggi
Biðstaða
Ein ég sit og surfa
Í hjarta mér þú dvelur
Þrá eftir því ófáanlega
Ást í takt við lífið
Venslin okkar
Fingraleikfimi
Eftir að þú ferð
Ástríður
Ástarspilið
köfnun er nú ekkert svo slæmur dauðdagi
Er það ekki?
Þinn missir
Söknuður II
Kollhnís
Óskila(ð)hjarta
Framhaldssaga
.....
Haustkvöld