Bílstjóri
Hurðin opnast og inn stígur piltur
hann heilsar og ég nikka á móti.
Hann sest og hverfur
nú er þar bók, Kaldaljós eftir Vigdísi Grímsdóttur.

Það er aldrei neinn í strætó
og ég keyri einn.


Svo dinglar bjallan og bleikur ipod fer út.

Það er aldrei neinn í strætó
og ég keyri einn.


Hurðin opnast og inn stígur kona
þá birtist maður í þriðju röð og heilsar henni.
Svo hverfa þau og ég heyri að þau eru í fríi
(sem farið var síðasta sumar).

Það er aldrei neinn í strætó
og ég keyri einn.  
Steinar
1987 - ...
apríl 2007 og 2008


Ljóð eftir Steinar

Dúfa
Lítil stund
Sérstaki strákur
Blóm
Dans
Útgönguleið
Ástand
Fangelsun án dóms og laga
Forseti
Í minningu ástar sem aldrei fæddist
Án Titils
30. ágúst 2005
Lífið
Rondó
Án þín er ég auður og kaldur
Gróf lýsing á fallegustu manneskju veraldar
Ást
Tíminn og vatnið
Bílstjóri
Vélin