

Hurðin opnast og inn stígur piltur
hann heilsar og ég nikka á móti.
Hann sest og hverfur
nú er þar bók, Kaldaljós eftir Vigdísi Grímsdóttur.
Það er aldrei neinn í strætó
og ég keyri einn.
Svo dinglar bjallan og bleikur ipod fer út.
Það er aldrei neinn í strætó
og ég keyri einn.
Hurðin opnast og inn stígur kona
þá birtist maður í þriðju röð og heilsar henni.
Svo hverfa þau og ég heyri að þau eru í fríi
(sem farið var síðasta sumar).
Það er aldrei neinn í strætó
og ég keyri einn.
hann heilsar og ég nikka á móti.
Hann sest og hverfur
nú er þar bók, Kaldaljós eftir Vigdísi Grímsdóttur.
Það er aldrei neinn í strætó
og ég keyri einn.
Svo dinglar bjallan og bleikur ipod fer út.
Það er aldrei neinn í strætó
og ég keyri einn.
Hurðin opnast og inn stígur kona
þá birtist maður í þriðju röð og heilsar henni.
Svo hverfa þau og ég heyri að þau eru í fríi
(sem farið var síðasta sumar).
Það er aldrei neinn í strætó
og ég keyri einn.
apríl 2007 og 2008