Ég um mig
Neyddu mig til að sjá
sjá fegurðina í sjálfum mér.

Neyddu mig til að brosa
brosa svo ég brosi með mér.

Neyddu mig til að gleyma
gleyma óþarfa áhyggjum.

Neyddu mig til að þora
þora að lifa lífinu til fullnustu.

Neyddu mig til að elska
elska sjálfan mig meira en þig.

Neyddu mig til að finna
finna fyrir þörfum mínum.

Neyddu mig til að gera
gera sem ég þarf að gera.

Neyddu mig til að vera
vera betri maður en ég er.  
Almar Þór
1974 - ...


Ljóð eftir Almar

Alltaf
Ég um mig
Leyndarmálið
Teiknimynd
Raddirnar
Fegurð
Ein mínúta
Mér þótti vænt um þig
Ástin mín Guðrún