Allsnægtarpláneta
Ég sat eitt kvöld
og horfði til himins.
Taldi stjörnur.

Óravíddir himingeimsins
lukust upp fyrir augum mér.
Ég fann þróttinn
streyma úr æðum mér
og fljúgja uppí geiminn.
Ég var einn,
í nístingsköldum
niðdimmum geimi.

Ég sveif um
í þyngdarleysi nokkur ljósár
skildi þá
að það var ekki til nein allsnægtarpláneta.

Því sneri ég aftur
til móður jarðar
lagðist í duftið
og kyssti foldina.

Nú stend ég
og horfi yfir akurinn
sé fram á enn eitt
hungursárið.
En það skiptir engu máli
því að ég á allt
ég á þig
og lifi í allsnægtum.  
Sigurgeir Vilmundarson
1972 - ...


Ljóð eftir Sigurgeir

Allsnægtarpláneta
Miðað á mánann
Metnaður
Synir vor þjóðar.
Andleg upprisa.
Skilningur
Harður húsbóndi
Móðir
Myndin
Einmanna sál
Örvænting
Í draumi þeirra daga (vinarkveðja)
Myndin af okkur
Norðanbylur
Í brotnu gleri
Eins og allir hinir
Samferða
Samstíga
Áttavilltur
Fílamaðurinn og hirðirinn hans.
Skömm
Ofvirkni
Hvað er frelsi?
Kæra vinkona
Þráhyggja.
Nostalgía
Í brimrótinu