

Ég sat eitt kvöld
og horfði til himins.
Taldi stjörnur.
Óravíddir himingeimsins
lukust upp fyrir augum mér.
Ég fann þróttinn
streyma úr æðum mér
og fljúgja uppí geiminn.
Ég var einn,
í nístingsköldum
niðdimmum geimi.
Ég sveif um
í þyngdarleysi nokkur ljósár
skildi þá
að það var ekki til nein allsnægtarpláneta.
Því sneri ég aftur
til móður jarðar
lagðist í duftið
og kyssti foldina.
Nú stend ég
og horfi yfir akurinn
sé fram á enn eitt
hungursárið.
En það skiptir engu máli
því að ég á allt
ég á þig
og lifi í allsnægtum.
og horfði til himins.
Taldi stjörnur.
Óravíddir himingeimsins
lukust upp fyrir augum mér.
Ég fann þróttinn
streyma úr æðum mér
og fljúgja uppí geiminn.
Ég var einn,
í nístingsköldum
niðdimmum geimi.
Ég sveif um
í þyngdarleysi nokkur ljósár
skildi þá
að það var ekki til nein allsnægtarpláneta.
Því sneri ég aftur
til móður jarðar
lagðist í duftið
og kyssti foldina.
Nú stend ég
og horfi yfir akurinn
sé fram á enn eitt
hungursárið.
En það skiptir engu máli
því að ég á allt
ég á þig
og lifi í allsnægtum.