Brostið hjarta
Hvernig geta orð tjáð
það sem þau ná ekki til?

Hver er lykillinn
að læstum dyrum sjálfs þíns?

Hvernig get ég vakið
sál þína af djúpum svefni?

Ég fæ ekki snert það
sem ekki er í mínum höndum.

Þrátt fyrir það skína óteljandi sólir
Í ólysanlegri dýrð sinni

djúpt innra með
þínu brostna hjarta.

 
Ólafur Aron
1983 - ...


Ljóð eftir Ólaf Aron

Sólskinsmorgunn
Vöxtur
Letiblóð
Lífsganga
Gleym mér ei
Sandkassi hverfulleikans
Óttinn
Brostið hjarta
Ljósmyndun