Í og á
Margur spyr nú mig að því, -
mér er að versna kvefið; -
geturðu ekki gefið mér í,
góði vinur, nefið?

Aftur svara eg þessu þá:
þó að versni kvefið,
ég get þér bara gefið á,
góði vinur, nefið.  
Káinn
1860 - 1936


Ljóð eftir Káin

Tvö prósent
Vatn og vín
Hjálp
Reiður
Snótin
Bjór
Lengi getur vont versnað
Gigtarsálmur
Ávarp
Ég hef ei auðinn elskað
Úr þreskingunni
Haustvísa
Í og á
Fónið