Hjálp
Gulls og silfurs dyngjur stórar hef ég aldrei átt,
og ekki er heldur viti til að dreifa;
en feginn vildi' eg hjálpa þeim, sem eiga eitthvað bágt,
allt, sem mínir veiku kraftar leyfa.  
Káinn
1860 - 1936


Ljóð eftir Káin

Tvö prósent
Vatn og vín
Hjálp
Reiður
Snótin
Bjór
Lengi getur vont versnað
Gigtarsálmur
Ávarp
Ég hef ei auðinn elskað
Úr þreskingunni
Haustvísa
Í og á
Fónið