Ég hef ei auðinn elskað
Mér líður ekki illa
og ekki heldur vel,
því ævin er á þrotum
og ekki gull í skel.
Ég hef ei auðinn elskað
og aldrei til þess fann;
ég er í ætt við soninn,
en ekki hinn ríka mann.

En best er orð að efna,
þótt engan hafi dal;
og byrja bók að skrifa
með bara skal, ég skal!
Því fyrir frægð og heiður
ég framtíð mína sel.
Mér líður ekki illa
og ekki heldur vel.  
Káinn
1860 - 1936


Ljóð eftir Káin

Tvö prósent
Vatn og vín
Hjálp
Reiður
Snótin
Bjór
Lengi getur vont versnað
Gigtarsálmur
Ávarp
Ég hef ei auðinn elskað
Úr þreskingunni
Haustvísa
Í og á
Fónið