Fiðrildi
Bjarminn af fölu tungli
nístir huga minn
andvarp frá mjúkum vanga
er mitt leiðarhnoð
um kalsama nóttina
löngum hef ég fetað
fiðrildaveg langan
en nú hef ég fundið
uppsprettunnar angan
og leita ei meir
nístir huga minn
andvarp frá mjúkum vanga
er mitt leiðarhnoð
um kalsama nóttina
löngum hef ég fetað
fiðrildaveg langan
en nú hef ég fundið
uppsprettunnar angan
og leita ei meir