Aska
Aska og duft í alheimsins ryki,
auðmýkt og dulúð í auðkenndri rót.
Heljarins heimska í hávegum lyki,
heimsins hátíð hinnar dáðu snót.

Drattast nú delar meðal dýrðlinga,
Djöfull dregur dröttunga hér.
Rótækur risi meðal ræningja,
rífur til rifjar hvern ræfil að sér.

Milt er beðið um miskunn framvegis,
meðan maðurinn ei meðaumkar sér,
fallið frátekur réttindi lífeyrisþegis,
fjandinn leikur sér að mér og þér.

Fjandinn duftið fitlar við framvegis,
felur sig á bakvið öskuna án frygðarvona.
Sæll ég sálugur syndga ei mun framvegis,
sofandi á sælu minna dætra og sona.



 
Elínborg Harpa Sæmundsdóttir
1979 - ...


Ljóð eftir Elínborgu Hörpu Sæmundsdóttur

Íslandskross
Skaparinn
Blandan
Glerkúlubúar
Regnið
Stafrófið
Sorg
Gabríel
Aska
Ákvörðun