Sárt enni
ég er ekki lengur hér
Sólin vísar mér veginn
Hún eigi lengur mig sér
Enginn getur sagt að hún sé fegin
Ungur drengur rétti hönd sína
lófi hennar byrjaði að slá
hann vildi eiga stúlkuna mína
ég vissi ekki hvort hann mætti hana fá
vonsvikinn, dapur og sár
gekk ég aleinn niður að brú
niður lak ekki eitt einasta tár
hún saknaði mín ekki stúlkan sú
hún brosti hún hló og söng
hann gerði hana káta
eigi vissi ég að hún væri stúlka röng
og heima biði mín önnur hnáta
ég sá ekki tára minna tal
er ég lét mig falla
tunglið lýsti upp þennan dal
ég heyrði engann kalla
nú grætur mig hún Anna
hún grætur í öxl hans
en aumingja hún Hanna
gengur að steini með krans
ég vissi ekki þá
að allir myndu svo sárt sakna
núna ég ástina aldrei mun fá
og aldrei aftur mun ég vakna
heimskur ungur drengur
hann í röng augu leit
en svona gerist þetta og gengur
enginn veit fyrr enn hann veit
Sólin vísar mér veginn
Hún eigi lengur mig sér
Enginn getur sagt að hún sé fegin
Ungur drengur rétti hönd sína
lófi hennar byrjaði að slá
hann vildi eiga stúlkuna mína
ég vissi ekki hvort hann mætti hana fá
vonsvikinn, dapur og sár
gekk ég aleinn niður að brú
niður lak ekki eitt einasta tár
hún saknaði mín ekki stúlkan sú
hún brosti hún hló og söng
hann gerði hana káta
eigi vissi ég að hún væri stúlka röng
og heima biði mín önnur hnáta
ég sá ekki tára minna tal
er ég lét mig falla
tunglið lýsti upp þennan dal
ég heyrði engann kalla
nú grætur mig hún Anna
hún grætur í öxl hans
en aumingja hún Hanna
gengur að steini með krans
ég vissi ekki þá
að allir myndu svo sárt sakna
núna ég ástina aldrei mun fá
og aldrei aftur mun ég vakna
heimskur ungur drengur
hann í röng augu leit
en svona gerist þetta og gengur
enginn veit fyrr enn hann veit