

Ég minnist þess forðum
er mig dreymdi drauma
og smíðaði hallir
með huganum einum.
Ég miðaði á mánann
en missti marks
og nú stefni ég eitthvert
en veit ekki hvert.
Stjörnurnar á móti mér
æða af stað
ef ég finn eina lausa
þá sest ég þar að.
er mig dreymdi drauma
og smíðaði hallir
með huganum einum.
Ég miðaði á mánann
en missti marks
og nú stefni ég eitthvert
en veit ekki hvert.
Stjörnurnar á móti mér
æða af stað
ef ég finn eina lausa
þá sest ég þar að.