Ástarspilið
Hún situr og hjúfrar sig upp við kaldan vegginn
hikstar af grátri og tárin af ákefð renna
hennar harmur sá sami og margra kvenna
- honum að kenna.
Hún ruggar sér raulandi til að reyna að gleyma
en vangarnir votir, þeir vilja ei þorna
hvernig gat þessi kona - sú vitiborna
fallið fyrir leiknum forna.
Hún rís loks á fætur til að hrekja sársaukann á brott
þrútin augun taka hvíldinni fegins hendi
vona að sorg hennar taki brátt endi
- hrædd um hvar hún lendi.
Hún tínir upp úr gólfinu brotin úr hjartanu sínu
tjaslar þeim saman svo þau haldi - í bili
það virðist alltaf fylgja þessu ástarspili
að verða niðurbrotinn og særður aðili.
hikstar af grátri og tárin af ákefð renna
hennar harmur sá sami og margra kvenna
- honum að kenna.
Hún ruggar sér raulandi til að reyna að gleyma
en vangarnir votir, þeir vilja ei þorna
hvernig gat þessi kona - sú vitiborna
fallið fyrir leiknum forna.
Hún rís loks á fætur til að hrekja sársaukann á brott
þrútin augun taka hvíldinni fegins hendi
vona að sorg hennar taki brátt endi
- hrædd um hvar hún lendi.
Hún tínir upp úr gólfinu brotin úr hjartanu sínu
tjaslar þeim saman svo þau haldi - í bili
það virðist alltaf fylgja þessu ástarspili
að verða niðurbrotinn og særður aðili.