Lítil saga af perlubandi
Á milli okkar er þráður.
Á þennan þráð höfum við,
ég og þú
raðað marglitum perlum.
Úr átti að verða falleg festi.
Full af ævintýrum, komnum
og ókomnum.
Annað hvort okkar,
-og ég veit aldrei hvort okkar það var,
tapaði þræðinum.
Perlurnar okkar runnu af þræðinum,
ein af annarri.
Ofan í sandinn sem sannleikurinn
var aldrei skrifaður í.
Þráðurinn hvarf mér sjónum.
Og týndist.
Ég fann aftur trosnaðan enda.
Gamlan, jú,
en ég vissi að þetta var endinn minn.
Gróf í sandinn eftir djásnum mínum.
Fór aftur að raða perlum.
En þær runnu allar út af bandinu, hinumegin.
Og þar liggja þær ennþá.
Langt handan hafs.
Þú vilt ekki sjá þær.
Þær veittu þér aldrei,
nema skammvinnan ljóma.
Síðan breyttust þær í grjót.
Þunga hnullunga. Sligandi klafa.
Þeir þyngjast. Og þyngjast.
Enda á að draga þig niður í djúpið.
Þar breytast þeir aftur
í mislitar perlur.
Þráðurinn styrkist.
Hringar sig upp.
Lokast.
Festin verður fullgerð.
Á þennan þráð höfum við,
ég og þú
raðað marglitum perlum.
Úr átti að verða falleg festi.
Full af ævintýrum, komnum
og ókomnum.
Annað hvort okkar,
-og ég veit aldrei hvort okkar það var,
tapaði þræðinum.
Perlurnar okkar runnu af þræðinum,
ein af annarri.
Ofan í sandinn sem sannleikurinn
var aldrei skrifaður í.
Þráðurinn hvarf mér sjónum.
Og týndist.
Ég fann aftur trosnaðan enda.
Gamlan, jú,
en ég vissi að þetta var endinn minn.
Gróf í sandinn eftir djásnum mínum.
Fór aftur að raða perlum.
En þær runnu allar út af bandinu, hinumegin.
Og þar liggja þær ennþá.
Langt handan hafs.
Þú vilt ekki sjá þær.
Þær veittu þér aldrei,
nema skammvinnan ljóma.
Síðan breyttust þær í grjót.
Þunga hnullunga. Sligandi klafa.
Þeir þyngjast. Og þyngjast.
Enda á að draga þig niður í djúpið.
Þar breytast þeir aftur
í mislitar perlur.
Þráðurinn styrkist.
Hringar sig upp.
Lokast.
Festin verður fullgerð.