Eplið og nektin.
Ég drakk te og beit í plómu;
hann horfði á mig
-ég elska þig,þú ert fullkomin,
sagði hann.
Ég sat á náttkjólnum og borðaði kíví
hann starði á mig
-Mig langar í barn með þér,
sagði hann
Ég sat jafn nakin og Eva og át epli
hann leit undan
-það er ekki þetta sem ég vil,
sagði hann
Ég hefði aldrei átt að bíta í eplið
allir vita að það er forboðið
Ég sleiki förin eftir tennur höggormsins.
hann horfði á mig
-ég elska þig,þú ert fullkomin,
sagði hann.
Ég sat á náttkjólnum og borðaði kíví
hann starði á mig
-Mig langar í barn með þér,
sagði hann
Ég sat jafn nakin og Eva og át epli
hann leit undan
-það er ekki þetta sem ég vil,
sagði hann
Ég hefði aldrei átt að bíta í eplið
allir vita að það er forboðið
Ég sleiki förin eftir tennur höggormsins.