Bálför
Kona gekk á sandinn
settist niður
og grét.

Flæðarmálið færði henni festi
alsetta perlum
sem hún þáði.

Öskrandi af sársauka
reif hún perlurnar af
eina af annarri.

Þær urðu að svartri ösku
þegar hún grýtti þeim
á haf út.

Athöfninni var lokið
konan stóð upp
og fór til síns heima.

Henni fylgdu tveir hrafnar
Æi, hættiði að krunka,- sagði hún,
-þetta voru verðlausir molar.

 
Urta
1974 - ...
15.02.2009


Ljóð eftir Urtu

hundsgröf
Lítil saga af perlubandi
Ljóð á milli lína
Við Djúpið.
Fyrsti kossinn
Fjölkvæni?
Fall
Þrjú ár.
Eplið og nektin.
Bálför
Stokkhólmssyndrómið