Harður húsbóndi
Eins og múlbundna
dráttarklára
dregur tíminn
okkur milli ára.
Engin leið
að hægja á
aðeins framlegð
vill hann sjá.
Tíminn veit
og er hans brauð.
Að tímaskortur
er mannsins nauð.
Og stundarró
í huga manns.
ögrar valdi
kvalarans.
Og áfram við
með fullum sans.
Eltum tímann
til andskotans
dráttarklára
dregur tíminn
okkur milli ára.
Engin leið
að hægja á
aðeins framlegð
vill hann sjá.
Tíminn veit
og er hans brauð.
Að tímaskortur
er mannsins nauð.
Og stundarró
í huga manns.
ögrar valdi
kvalarans.
Og áfram við
með fullum sans.
Eltum tímann
til andskotans
Um hörku tímans, sem leiðangursstjóra í gegnum lífið. Ekki séns að fá hann til að labba aðeins hægar af og til