Örvænting
Eina nótt vaknaði ég upp
af vondum draumi við það
að mín eigin sál
sagðist vera búin að fá nóg
af þessu svínaríi
yfirgaf líkama minn
og stefndi útí bláinn

í örvæntingu minni
bað ég hana í guðs bænum
um að yfirgefa mig ekki
á slíkri stund
þar sem hún
væri eini eftirlifandi
vitnisburður
alls þess sem ég áður var

með tárvotum augum
horfði hún á mig um stund
engjast um
í grátlegum einmannaleik
þess sem engan á að

með ásökunarsvip
elskhuga sem
svikinn er í tryggðum
gekk hún hægum skrefum
í átt til mín
faðmaði mig ástríðufullt
að brjósti sér
strauk mér blítt um vangann
og hvíslaði lágt í eyra mér

kjáninn þinn
hvernig á ég mögulega
að geta yfirgefið þig
við sem eigum
aðeins hvort annað

og ég

sem var sköpuð til þess eins
að elska þig

 
Sigurgeir Vilmundarson
1972 - ...


Ljóð eftir Sigurgeir

Allsnægtarpláneta
Miðað á mánann
Metnaður
Synir vor þjóðar.
Andleg upprisa.
Skilningur
Harður húsbóndi
Móðir
Myndin
Einmanna sál
Örvænting
Í draumi þeirra daga (vinarkveðja)
Myndin af okkur
Norðanbylur
Í brotnu gleri
Eins og allir hinir
Samferða
Samstíga
Áttavilltur
Fílamaðurinn og hirðirinn hans.
Skömm
Ofvirkni
Hvað er frelsi?
Kæra vinkona
Þráhyggja.
Nostalgía
Í brimrótinu