Í draumi þeirra daga (vinarkveðja)
Í draumi þeirra daga
var draumur okkar sá
Að mega verða að mönnum
sama marki ná

Í lífsins leik og gleði
var gatan oftast greið
Hvern gat órað fyrir því
hversu stutt yrði þín leið

Veturinn kom með vindinum
þá vitjaði okkar vá
Fréttin um að félagi
fallinn væri frá

Samt finnst mér það nú frekt
að fallið væri nú
Því flestir hafa lifað
svo miklu meira en þú

Ég að mestu var í móki
mæddist og varð meir
Stund sannleikans varð sýnileg
allt sofnar að lokum og deyr

Blómið þitt í bænum
barmar sér í nótt.
Yfir sumri og sól
sem fór allt of fljótt

Nú kveikjum við á kerti
þú berð krossinn eins og er
En minningin hún lifir
þú verður alltaf hér

Þú varst ljós sem að lýstir
meðan létt var þín lund
Skærasta stjarnan
á himninum um stund
 
Sigurgeir Vilmundarson
1972 - ...
Sakna þín að eilífu vinur.
Kv. Geiri


Ljóð eftir Sigurgeir

Allsnægtarpláneta
Miðað á mánann
Metnaður
Synir vor þjóðar.
Andleg upprisa.
Skilningur
Harður húsbóndi
Móðir
Myndin
Einmanna sál
Örvænting
Í draumi þeirra daga (vinarkveðja)
Myndin af okkur
Norðanbylur
Í brotnu gleri
Eins og allir hinir
Samferða
Samstíga
Áttavilltur
Fílamaðurinn og hirðirinn hans.
Skömm
Ofvirkni
Hvað er frelsi?
Kæra vinkona
Þráhyggja.
Nostalgía
Í brimrótinu