

Stundum, þegar þú
vilt hvorki sjá né hlusta á mig
græt ég og leita í ofboði
að fríum draumi.
Stundum, þegar þú
heldur mér svo fast að það er sárt
verð ég ringluð
af endalausum draumum.
Stundum, þegar ég
sit ein í hljóðlátu myrkrinu
og sökkvi mér niður í fortíðina
á ég mér enga drauma.
Stundum, þegar við
vitum bæði að allt er í lagi
er ég hamingjusöm
og þarf alls enga drauma.
vilt hvorki sjá né hlusta á mig
græt ég og leita í ofboði
að fríum draumi.
Stundum, þegar þú
heldur mér svo fast að það er sárt
verð ég ringluð
af endalausum draumum.
Stundum, þegar ég
sit ein í hljóðlátu myrkrinu
og sökkvi mér niður í fortíðina
á ég mér enga drauma.
Stundum, þegar við
vitum bæði að allt er í lagi
er ég hamingjusöm
og þarf alls enga drauma.