

Ég stari aftan á augnlokin
á auðn sem veldur mér hugarangri
hún dregur mig til sín og vill að ég týnist
og framtíðin hverfur aftur fyrir mig.
Ég stari aftan á augnlokin
á litadýrð sem heldur mér hugfanginni
litirnir leika sér og vilja gleypa mig
og núið hverfur í móðu fyrir framan mig.
Ég opna augun
stari á fólkið á götunni
það er allt og ekkert
en ég fylgi straumnum og sé allt í nýju ljósi.
á auðn sem veldur mér hugarangri
hún dregur mig til sín og vill að ég týnist
og framtíðin hverfur aftur fyrir mig.
Ég stari aftan á augnlokin
á litadýrð sem heldur mér hugfanginni
litirnir leika sér og vilja gleypa mig
og núið hverfur í móðu fyrir framan mig.
Ég opna augun
stari á fólkið á götunni
það er allt og ekkert
en ég fylgi straumnum og sé allt í nýju ljósi.