Trúarljóð
Á guð ég trúði að gömlum sið
og geymdi trúna mína
í skúffunni og skelfdist við
er skyldi ég ást honum sýna.
Í dag mér trúin færir flest
ég finn og á það stóla
að birtan ljómi um góðan gest
í gleðihátíð jóla.
Drottinn ykkur ég blessa bið
og bágt allt líf í heimi
þá í hjarta finn ég frið
og faðmlag hans ég geymi.
Hjá ykkur pabbi og mamma mín
margir um jólin kætast
þá blítt hjá öllum brosið skín
og barnsins draumar rætast.
og geymdi trúna mína
í skúffunni og skelfdist við
er skyldi ég ást honum sýna.
Í dag mér trúin færir flest
ég finn og á það stóla
að birtan ljómi um góðan gest
í gleðihátíð jóla.
Drottinn ykkur ég blessa bið
og bágt allt líf í heimi
þá í hjarta finn ég frið
og faðmlag hans ég geymi.
Hjá ykkur pabbi og mamma mín
margir um jólin kætast
þá blítt hjá öllum brosið skín
og barnsins draumar rætast.
skúffuljóð sem hét upphaflega til pabba og mömmu