Trúarljóð
Á guð ég trúði að gömlum sið
og geymdi trúna mína
í skúffunni og skelfdist við
er skyldi ég ást honum sýna.

Í dag mér trúin færir flest
ég finn og á það stóla
að birtan ljómi um góðan gest
í gleðihátíð jóla.

Drottinn ykkur ég blessa bið
og bágt allt líf í heimi
þá í hjarta finn ég frið
og faðmlag hans ég geymi.

Hjá ykkur pabbi og mamma mín
margir um jólin kætast
þá blítt hjá öllum brosið skín
og barnsins draumar rætast.
 
Haraldur Haraldsson
1954 - ...
skúffuljóð sem hét upphaflega til pabba og mömmu


Ljóð eftir Harald

Úr myrku djúpi
Ævintýri.
Jólavísur
Kveðja heim
Dagur í lífinu.
Óður til æskustöðva
Verslunarmannahelgin.
Lífið
Kjartan bóndi
Tryggðarbönd
Minning.
Til mömmu
Jólavísa
Hjá þér ríkur ég er
Tréð mitt í garðinum
Hugleiðing sjóarans
Betra Líf
Nýtt líf
Landið mitt
Trúarljóð
Landið mitt fagra
Ríkisstjórn (Til minningar)
Haust
Jólavísa 2010
Lækurinn
Vagga Lífsins
Sorg.
Haust.'22
Öspin.
8 júlí 2024